Global site tag (gtag.js) - Google Analytics -->
 

Spurt og Svarað

Hérna má finna svör við ýmsum spurningum sem þú kannt að hafa varðandi filmun á innréttingar og flestu tengdu því.


Hvað kostar að filma innréttingar?

það eru margir þættir sem spila inní verðlaggninguna eins og stærð, lögun og ástand innréttinga, fjöldi skápahurða, skúffa og stærð áfasta hluta innréttingana eins og endahliðar, kappar, rammar, sökklar ofl.

Ef þú vilt fá nákvæmt verðtilboð í þínar innréttingar, smelltu þá HÉR og sendu okkur umbeðnar upplýsingar og við sendum þér tilboð.


Er hægt að filma borðplötur á eldhús og baðinnréttingum?

Já við bjóðum uppá filmun á borðplötur og höfum við gert mikið af því.
Við sjáum þá um að fjarlægja helluborð og eða vask úr borðplötum fyrir filmun og göngum svo frá þeim aftur að filmun lokinni.
Þú getur skoðað fyrir og eftir myndir af filmuðum borðplötum með því að smella HÉR


Eru filmurnar vatnsheldar?

Já filmurnar eru 100% vatnsheldar og er því hægt að að nota þær bæði á eldhús og baðinnréttingar ásamt því að setja þær á borðplötur.
Einnig eru þetta veggjafilmur og getum við því klætt veggi í hvaða rými sem er ásamt inní votrýmum eins og baðherbergjum ofl.
Þú getur skoðað fyrir og eftir myndir af innréttingum og veggjum sem við höfum filmað með því að smella HÉR


Er hægt að filma veggi, td milli efri og neðri skápa í eldhúsi og á baðherbergi?

Já það er hægt að filma flest alla veggi hvort um eldhús, baðherbergi eða önnur herbergi sé um að ræða.
Ef það séu flísar á veggjunum fyrir þá getum við klætt þá með álplötum til að fá sléttan flöt og filmum við svo yfir þær.
Hægt er að klæða veggi með td burstað stál filmum, marmara, steypu, viðaráferð ofl.
Þú skoðað fyrir og eftir myndir af filmunum okkar með því að smella HÉR


Eru skápahurðir og skúffur á innréttingum filmaðar öðru meginn eða báðu meginn?

Við bjóðum uppá báða möguleikana, meirihlutinn af okkar viðskiptavinum kýs bara að fá skápahurðirnar og skúffurnar filmaðar að framanverðu þar sem þeir eru aðalega að leytast eftir að breyta ytra útliti innréttingana og á það við um allar innréttingar með opnalegum skápahurðum og skúffum, þá er framhliðin filmuð og yfir endabrúnir og ca 1cm aftur á bakhlið til að tryggja fallegra útlit og límingu.
Svo er einnig hægt að fá þær filmaðar beggja meginn.


Eru allar filmur svipaðar og jafn góðar?

Nei alls ekki, filmur eru eins misjafnar að gæðum og þær eru margar eins og gildir með allar aðrar vörur, filmur eru framleiddar í misjöfum gæðaflokkum og til misjafnra nota.
Skiltagerðir ofl nota filmur td til auglýsingagerðar og í fyrirtækja merkingar og er misjafnt hvort það sé ætlað til skemmri eða lengri tíma og eru því filmur oft flokkaðar eftir líftíma, ódýrari filmur duga oftast í 3-5 ár en eru engu að síður viðkvæmari og eru líklegri til að rispaast eða skemmast og eru ekkert sérstaklega hentugar á innréttingar.
Við hinsvegar notum filmur frá LG Hausys sem er leiðandi í framleiðslu á filmum sem eru framleiddar sérstaklega fyrir innréttingar og veggi og eru þær í allt öðrum gæðaflokki og eru með líftíma sem er amk 15 ár.


Ef ég læt filma innréttingar og vill svo taka filmurnar af seinna meir, er það hægt án þess þess að skemma yfirborðið?

Ef þú ert að hugsa um að láta filma innréttingarnar þínar þá mælum við sterklega með að þú sért ákveðin/n í því þar sem filmurnar okkar eru hugsaðar sem varanleg lausn sem er alls ekki auðvelt að taka til baka.
En í flestum tilfellum er samt hægt að taka þær af án þess að innréttingarnar verði fyrir einhverjum skemmdum en við getum alls ekki ábyrgst það þar sem það fer talsvert eftir ástandi lakksins og eða viðarins á innréttingunum þar sem lakkið fer að gefa sig með tímanum og viðurinn getur því farið að þorna upp og gliðna sem gerir hann mun viðkvæmari.


Eru filmurnar gervilegar eða líta þær út eins og plast?

Það veltur alveg á hvaða filmur eru notaðar til verksins þar sem ótrúlega mikill munur er á ódýrum filmum og hins vegar hágæða innréttingafilmum er kemur að útliti, gæðum og endingu.
Við notum filmur frá LG Hausys sem er talinn allra vandaðasti framleiðandinn á markaðnum í dag og er útlitið sem þær gefa alveg sambærilegt eins og um nýjar innréttingar væri um að ræða.
Okkar viðskiptavinir segja undantekningalaust að útkoman sé langt umfram væntingar og þeim myndi aldrei hafa dottið það í hug að þetta væru filmaðar innréttingar yfir höfuð.


Er hægt að filma allar innréttingar eins og eldhús og baðinnréttingar, fataskápa, innihurðir ofl og er hægt að filma hvaða lögun af innréttingu sem er eins og innréttingar með innfelldar eða fulningahurðir?

Við getum filmað allar innréttingar, fataskápa og innihurðir ofl svo framanlega að þær séu sléttar og flestar innfelldar innréttingar getum við einnig filmað, fer svolítið eftir hvernig innfellingarnar eru. Brúnirnar á skápahurðum og skúffum td eru minna mál og geta þær verið sléttar eða bogadregnar.
Því miður höfum við ekki verið að filma innréttingar með fulningahurðum þar sem mikið er um bogadregnar línur og er því ómögulegt er að koma filmunni með góðu móti ofan í allar raufar og boga þar sem filman er alltaf slétt og því ekki hægt að teygja hana ofan í allar misfellur.